XD og Evrópa

Ég er ein af þeim sem held að það verði samþykkt að klára aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þrátt fyrir að ég haldi að niðurstaðan verði sú finnst mér ástæða til að fara í atkvæðagreiðsluna.  Verði það samþykkt skapast góður grunnur fyrir viðræðurnar annað en nú er til staðar.  Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að hann vilji að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram fyrr en seinna. Til dæmis megi miða við næstu sveitarstjórnarkosningar.

Ég er líka ein af þeim sem sjá að það er réttlætanlegt að stöðva viðræður áður en fullt umboð liggur fyrir frá þjóðinni. Samfylkingin lofaði í aðdraganda síðustu kosninga að við fengjum flýtimeðferð að þetta tæki bara nokkra mánuði og allt lægi fyrir, fyrr en seinna, hviss bamm búmm! Nú er ljóst að þetta getur tekið langan tíma, enn eru margir kaflar óopnaðir og því þarf að skoða hvaða staða er upp komin. Það er því óeðlilegt að við könnum ekki afstöðu þjóðarinnar áður.

Um daginn skrifaði Anna Guðrún Björnsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga grein þar sem hún tiltekur kostnaðinn sem bandalagið hefur lagt í að fá til sín sveitarstjórnarfólk, koma því til Brussel til að kynna fyrir þeim starfsemi og annað slíkt. Allt í boði bandalagsins ferðir og dagpeningar. Til viðbótar gefst sveitarfélögum kostur á að sækja um styrki til ýmissa verkefna. Þetta eru háar fjárhæðir og ljóst að um leið verða að sjálfsögðu hagsmunaárekstrar. Þeim sem eru algjörlega sannfærðir um að við munum og eigum aldrei að fara í bandalagið finnst á sér brotið, þarna sé um áróðursfé að ræða og telja stöðuna sem komin er upp mjög ósanngjarna.

Ég er á því að farsælast sé að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna um hvort klára eigi aðildarviðræðurnar sem fyrst annars verði aldrei næg sátt um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Er  virkilega engin af ykkur sem skiljið að þessar aðildar/aðlögunar viðræður eru Landráð samkvæmt hegningalögum. Þær eru stjórnarskrár brot samkvæmt stjórnarskránni og áróður Evrópustofunnar er brot á innlendum lögun og Vienna consular lögum frá frá 1963. um starfsemi erlendra í öðru ríki. Því er ekki byrjað á byrjunarreitnum þegar það var hrópað þetta eru landráð þetta eru landráð í beinni útsendingu frá alþingi árið 16 júlí 2009.  

Valdimar Samúelsson, 24.4.2013 kl. 09:23

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hér er ég að vekja athyggli á hvernig Jón Valur Jensson veltir fyrir sér stjórnarskrármálinu.

 http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1290764/

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

www.herad.is

Egilsstaðir, 25.04.2013 Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 25.4.2013 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband