9.10.2012 | 18:02
Er lýðræði klikkun?
Í gær birti DV frétt með fyrirsögninni "þetta er ekkert annað en þöggun". Stórkostleg fyrirsögn eins og þeim er lagið.
Tilefnið var að Margréti nokkurri Tryggvadóttur þingmanni Hreyfingarinnar fannst ótækt og klikkað að fulltrúar í menningar - og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar legðu fram fyrirspurn um ástæðu þess að útfærð hafði verið fundarröð um kosningarnar 20. október þar sem þau Eiríkur Bergmann og Sigríður Ólafsdóttir svöruðu spurningum fundarmanna.
Fyrir liggur og þekkt er að bæði Eiríkur og Sigríður eru á þeirri skoðun að þeim finnst að samþykkja eigi tillögur stjórnlagaráðsins. Fyrir liggur einnig að fjölmörgum þykir það ekki góð hugmynd. Af þeim ástæðum fannst fulltrúum í menningar- og ferðamálaráði eðlilegt að leita skýringa á þessu og um leið koma á framfæri þeirri skoðun sinni að mikilvægt væri að ólík sjónarmið hefðu talsmann á fundum sem opinberar stofnanir halda.
Maður myndi ætla að slíkt ætti ekkert skylt við þöggun heldur frekar lýðræði.
Athugasemdir
Það er til spakmæli sem segir að meirihlutinn hafi alltaf rangt fyrir sér.
Jón Þórhallsson, 10.10.2012 kl. 11:04
Það var víst Ibsen sem sagði, í Þjóðníðingi, að meirihlutinn hefði alltaf rangt fyrir sér.
Hins vegar finnst mér þetta gott inngrip til að tryggja hlutlausa umræðu um mál sem brennur á fólki.
Emil Örn Kristjánsson, 10.10.2012 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.