Atvinnustefna Reykjavíkur í gíslingu

Á borgarráðsfundi sl. fimmtudag þann 16. ágúst lögðu félagar mínir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að borgarráð samþykkti eftirfarandi tillögu. Tillögunni var frestað og fróðlegt verður að sjá hvernig því mun lykta. Meirihlutaflokkarnir bóka á þá leið að mikilvægt sé að ríki og borg vinni saman að því að skapa ákjósanlegt rekstrarumhverfi í Reykjavík - nokkuð vel gert! Atvinnustefnan var nú líka samþykkt í fyrra. Nú er spurning hvort að Jóhanna hlusti á varaformann sinn úr borginni þegar hún tekur ákvarðanir, Besti bíður bara rólegur og vatnsgreiddur á meðan.

Tillagan:

"Borgarráð hvetur ríkisstjórn Íslands til þess að endurskoða áform um skattahækkanir sem augljóslega munu hafa mjög alvarleg áhrif á rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar og bitna sérstaklega hart á reykvísku atvinnulífi. Reykjavíkurborg er ferðamannaborg og stefnir að því að auka þátt ferðaþjónustunnar. Í höfuðborginni eru staðsett flest hótel og gistihús landsins og
fjölmörg fyrirtæki byggja afkomu sína á annars konar þjónustu við ferðamenn. Áhugi á uppbyggingu nýrra hótelrýma hefur gefið góða von og endurspeglað trú á bjarta framtíð greinarinnar en hækkun virðisaukaskatts á gistingu úr 7% í 25,5% mun augljóslega setja mörg slík áform í uppnám. Hótel og gistihús starfa í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi og hafa takmarkað svigrúm til þess að fleyta
hækkunum sem þessum út í verðlagið.

Auk þess er verð gistinátta gefið út með löngum fyrirvara og verður ekki breytt eftir á. Borgarráð hvetur til samráðs við samtök ferðaþjónustunnar og bendir á mikilvægi upplýsingaöflunar en á það
hefur skort.

Fjármálaráðuneytið hefur þess vegna ekki haft nægilegar forsendur, að því er virðist, til þess að meta víðtæk áhrif hækkunar virðisaukaskatts en skattahækkun upp á 17,3% á eina skilgreinda atvinnustarfsemi á sér vart fordæmi. Fyrirhugaðar skattahækkanir munu leiða til lækkunar tekjuskattsgreiðslna í greininni og veruleg hætta er á að þær muni leiða til aukinna undanskota og skila sér þannig í óheilbrigðara viðskiptaumhverfi. Borgarráð bendir sérstaklega á þann fjölda fólks sem byggir framfærslu sína og fjölskyldna á störfum sem skapast hafa  ferðaþjónustu en augljóslega mun hækkun virðisaukaskatts leiða til samdráttar og uppsagna starfsfólks. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband