17.11.2011 | 14:40
Hinn stefnulausi, kerfislægi einokunarmeirihluti.
Nú liggur fyrir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2012 hjá Besta og Samfylkingu í Reykjavík hér eru nokkur orð um það.
Hagræðing hefur ekki átt sér stað
Niðurstaðan er sú að enn skal hækka gjöld á íbúa í algjöru stefnuleysi. Útsvar var hækkað í botn og skatttekjur voru 1,6 milljarði hærri en áætlað var!! Ekkert liggur fyrir um af hverju meirihlutinn telur svona mikilvægt að halda áfram að safna fé frá íbúum - að vissu leyti má reyna að skilja þetta að því leyti að þau hafa ekki getað hagrætt eins og þau töldu sig geta. Í stað þess að lækka skatta og gjöld er þeim haldið í botni svo að hvatinn til að hagræða er hverfandi.
Íbúar borga þegar fasteignamat hækkar en líka þegar fasteignamat lækkar
Fyrir ári síðan ákvað Sambesti flokkurinn að leyfa íbúum ekki að njóta þess að fasteignamat hafði lækkað og skattar á fólk í leiðinni. Mjög furðulegt samkomulag við íbúa að þeir borgi brúsan þegar fasteignamatið hækkar en fái engar lækkanir þegar fasteignamat lækkar. Í stað þess var ákveðið að skattar yrðu hækkaðar með þeim forsendum að þeir skiluðu enn inn sömu krónutölu og þeir höfðu áður skilað. Þessi hugsunarháttur endurspeglar mjög hversu kerfislægt meirihlutinn vinnur.
Einokunargjaldskrár hækka mest
Einnig er athyglisvert að sjá að enn skal hækka gjaldskrá OR. Þrátt fyrir að þar skuli hagrætt verulega og fjárfestingum frestað skal nú hækka gjöldin á íbúa mest vegna þjónustu sem er ekki í samkeppni svo allir verði nú örugglega að borga. Hér sést best hversu mikilvæg samkeppni getur verið í þágu almennings.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.