18.5.2011 | 08:34
Árangur Hönnu Birnu og fyrrverandi meirihluta
Rekstrarniðurstaða borgarsjóðs fyrir árið 2010 var réttu megin við núllið eða skilaði 1.472 m.kr. hagnaði og sýnir svo ekki verður um villst að fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluti var á réttri braut.
Það sem er svo merkilegt við þetta er að meðan hvaðanæva að streyma ábendingar um hversu slæmt það er að skattpína fyrirtæki og almenning í því ástandi sem nú einkennir efnahagslífið þá hefur núverandi meirihluti hins vegar farið þá leið til hins ítrasta. Borgarsjóður skilar hagnaði á fyrra ári án skattahækkana og án þess að gjöld hafi hækkað, en hins vegar lagði nýji meirihlutinn áherslu á að nú yrði að skattapína til að vinna gegn slæmri stöðu borgarinnar, borgarsjóður skilar nú meira en skattahækkanirnar munu skila borgarsjóði á næsta ári. Á meðan störfin í einkageiranum þurfa að halda úti 2,5 manneskjum á þann hátt að með hverju starfi í einkageira gefst möguleiki á að halda úti 1,5 til viðbótar í opinbera geiranum (hvort sem um er að ræða launamenn eða þá sem þurfa að lifa á opinberum styrkjum) þá er þetta varhugaverð stefna. Velferðarkerfið byggir á atvinnurekstri - hvet ykkur til að lesa skoðun Viðskiptaráðs Íslands sem kom út nú fyrr í maí.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.