29.8.2010 | 12:38
Af fundi OR og afstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Set hér inn fréttatilkynningu Sjálfstæðisflokksins eftir fund stjórnar OR á föstudaginn:
Á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag ákvað meirihluti stjórnar að hækka gjaldskrá á íbúa um 28,5 prósent í einu lagi. Á sama fundi var afgreidd tillaga um 25% niðurskurð hjá fyrirtækinu, auk þess sem á fundinum var lagður fram árshlutareikningur fyrirtækisins sem staðfestir batnandi afkomu þess í samræmi við áætlanir.
Eins og komið hefur fram telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að tækifæri til hagræðingar hjá Orkuveitunni séu til staðar, þrátt fyrir að nú þegar hafi tekist að hagræða um 850 milljónir a ársgrundvelli. Vegna þess styðja fulltrúar flokksins tillögur meirihlutans um hagræðingu, en ítreka mikilvægi þess að útfærsla þess liggi fyrir sem fyrst.
Frá september 2008 hafa gjaldskrár OR haldist óbreyttar í samræmi við sameiginlegan vilja borgarstjórnar um að standa vörð um hagsmuni almennings við erfiðar og óvissar aðstæður í íslensku efnahagsumhverfi og láta ekki allan vanda fyrirækisins bitna á íbúum. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir því að þannig yrði það áfram út þetta ár, en að því loknu tæki gildi áætlun um hófsamar og áfangaskiptar gjaldskrárhækkanir til næstu 3-5 ára. Með þvi móti væri hægt að endurskoða árlega hvort þörf væri á gjaldskrárhækkunum. Slík áætlun hefði þjónað íbúum og fyrirtækinu, enda lá fyrir að slík áætlun fullnægði óskum lánveitenda og þeir hefðu skilning á þeirri afstöðu eigenda að íbúar gætu ekki einir og sér tekið að sér að leysa skammtímavanda fyrirtækisins með hækkun um tugi prósentna sem öll tæki gildi á sama tíma.
Þessi afstaða Sjálfstæðisflokksins hefur verið skýr og í samræmi við það greiða fulltrúar Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn tillögu meirihlutans um afar harkalega gjaldskrárhækkun sem öll tekur gildi strax, enda gengur sú aðgerð gegn hagsmunum almennings og mun hækka reikning meðalfjölskyldu um tugi þúsunda á ári.
Úr bókun Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag:
Eftir bankahrun var ákveðið að hækka ekki gjaldskrár í Reykjavík vegna yfirvofandi erfiðleika fjölskyldna heldur að ná niður kostnaði með hagræðingu og gilti sú stefnumótun einnig um Orkuveituna. Umrætt hagræðingarátak hefur skilað um 850 milljónum króna innan OR og á grundvelli þess hefur m.a. verið hægt að standa við samþykktir borgarstjórnar um frystingu gjaldskrár. Það hefur hins vegar ætíð verið ljóst að slík gjaldskrárfrysting gæti aðeins varað tímabundið og að fyrr eða síðar þyrfti að hækka gjaldskrár að nýju. Ekki skal dregið í efa að hækka þarf gjaldskrá Orkuveitu verulega en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja þunga áherslu á að slíkri hækkun sé stillt í hóf eins og kostur er í því skyni að verja hagsmuni heimila Reykjavík ásamt því að nýta batnandi rekstrarárangur OR í þessu skyni, eins og fram kemur í fyrirliggjandi árshlutauppgjöri.
Sýnt hefur verið fram á að hægt sé að hækka gjaldskrána í áföngum, t.d. á 3-5 árum með það að markmiði að tryggja áframhaldandi greiðsluhæfi Orkuveitunnar en tryggja um leið að almenningur taki ekki á sig of mikla hækkun í einu. Meðan á slíku hækkunarferli stæði, ætti um leið að leita allra leiða til að hækka orkuverð til almennings sem minnst með því að halda áfram þeirri hagræðingu sem staðið hefur innan fyrirtækisins og leita leiða til að losa Orkuveituna undan einhverjum af þeim fjárskuldbindingum, sem á henni hvíla, t.d. með verkefnafjármögnun einstakra virkjana og/eða virkjanaáfanga.
Á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag ákvað meirihluti stjórnar að hækka gjaldskrá á íbúa um 28,5 prósent í einu lagi. Á sama fundi var afgreidd tillaga um 25% niðurskurð hjá fyrirtækinu, auk þess sem á fundinum var lagður fram árshlutareikningur fyrirtækisins sem staðfestir batnandi afkomu þess í samræmi við áætlanir.
Eins og komið hefur fram telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að tækifæri til hagræðingar hjá Orkuveitunni séu til staðar, þrátt fyrir að nú þegar hafi tekist að hagræða um 850 milljónir a ársgrundvelli. Vegna þess styðja fulltrúar flokksins tillögur meirihlutans um hagræðingu, en ítreka mikilvægi þess að útfærsla þess liggi fyrir sem fyrst.
Frá september 2008 hafa gjaldskrár OR haldist óbreyttar í samræmi við sameiginlegan vilja borgarstjórnar um að standa vörð um hagsmuni almennings við erfiðar og óvissar aðstæður í íslensku efnahagsumhverfi og láta ekki allan vanda fyrirækisins bitna á íbúum. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir því að þannig yrði það áfram út þetta ár, en að því loknu tæki gildi áætlun um hófsamar og áfangaskiptar gjaldskrárhækkanir til næstu 3-5 ára. Með þvi móti væri hægt að endurskoða árlega hvort þörf væri á gjaldskrárhækkunum. Slík áætlun hefði þjónað íbúum og fyrirtækinu, enda lá fyrir að slík áætlun fullnægði óskum lánveitenda og þeir hefðu skilning á þeirri afstöðu eigenda að íbúar gætu ekki einir og sér tekið að sér að leysa skammtímavanda fyrirtækisins með hækkun um tugi prósentna sem öll tæki gildi á sama tíma.
Þessi afstaða Sjálfstæðisflokksins hefur verið skýr og í samræmi við það greiða fulltrúar Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn tillögu meirihlutans um afar harkalega gjaldskrárhækkun sem öll tekur gildi strax, enda gengur sú aðgerð gegn hagsmunum almennings og mun hækka reikning meðalfjölskyldu um tugi þúsunda á ári.
Úr bókun Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag:
Eftir bankahrun var ákveðið að hækka ekki gjaldskrár í Reykjavík vegna yfirvofandi erfiðleika fjölskyldna heldur að ná niður kostnaði með hagræðingu og gilti sú stefnumótun einnig um Orkuveituna. Umrætt hagræðingarátak hefur skilað um 850 milljónum króna innan OR og á grundvelli þess hefur m.a. verið hægt að standa við samþykktir borgarstjórnar um frystingu gjaldskrár. Það hefur hins vegar ætíð verið ljóst að slík gjaldskrárfrysting gæti aðeins varað tímabundið og að fyrr eða síðar þyrfti að hækka gjaldskrár að nýju. Ekki skal dregið í efa að hækka þarf gjaldskrá Orkuveitu verulega en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja þunga áherslu á að slíkri hækkun sé stillt í hóf eins og kostur er í því skyni að verja hagsmuni heimila Reykjavík ásamt því að nýta batnandi rekstrarárangur OR í þessu skyni, eins og fram kemur í fyrirliggjandi árshlutauppgjöri.
Sýnt hefur verið fram á að hægt sé að hækka gjaldskrána í áföngum, t.d. á 3-5 árum með það að markmiði að tryggja áframhaldandi greiðsluhæfi Orkuveitunnar en tryggja um leið að almenningur taki ekki á sig of mikla hækkun í einu. Meðan á slíku hækkunarferli stæði, ætti um leið að leita allra leiða til að hækka orkuverð til almennings sem minnst með því að halda áfram þeirri hagræðingu sem staðið hefur innan fyrirtækisins og leita leiða til að losa Orkuveituna undan einhverjum af þeim fjárskuldbindingum, sem á henni hvíla, t.d. með verkefnafjármögnun einstakra virkjana og/eða virkjanaáfanga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.