Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Reykjavíkurleiðin sýnir árangur - ríkið í rugli!

Í gær bókaði borgarráð eftirfarandi enda ekki nema von eftir yfirlýsingar ráðherra. Það góða er að borgarstjórnin í Reykjavík er að vinna saman en það slæma að ríkið er í rugli. Leggja þarf meira á sig en að segja upp störfum, borgin undir stjórn Hönnu Birnu hefur ekki sagt upp starfsfólki þrátt fyrir niðurskurð en hefur samt náð hagræðingarkröfum. Með nýjum aðferðum fékk borgarstjórn nýsköpunarverðlaun fyrir fjárhagsáætlunargerð. Borgin er að setja 26 milljarða í framkvæmdir sem að sjálfsögðu er grundvallarþáttur í að koma atvinnulífinu af stað á meðan ríkið setur 18 milljarða.

Hér er bókun borgarráðs: „Borgarráð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna yfirlýsinga félagsmálaráðherra og menntamálaráðherra í fjölmiðlum undanfarna daga um fyrirhugaðan niðurskurð og fækkun starfa í heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og velferðar- og öldrunarþjónustu. Stærstu vinnustaðir fyrir þessa þjónustu eru í Reykjavík og geta aðgerðir ríkisstjórnarinnar því haft stórfelld áhrif á atvinnuástand í Reykjavík.

1. Hvernig verður niðurskurði háttað í velferðarkerfinu og með hvaða hætti má ætla að boðaður fyrirhugaður niðurskurður komi niður á þeim stóru sjúkra- og heilbrigðisstofnunum sem reknar eru í höfuðborginni og því starfsfólki sem þar vinnur? Einnig er nauðsynlegt að fá skýringar á því hvaða áhrif boðaður sparnaður mun hafa á þjónustu við sjúklinga og heilbrigðiskerfið í heild.

2. Hvernig verður niðurskurði háttað í menntakerfinu og með hvaða hætti má ætla að boðaður fyrirhugaður niðurskurður komi niður á framhaldsskólum og háskólum á höfuðborgarsvæðinu og því starfsfólki sem þar vinnur? Nauðsynlegt er að fá skýringar á því hvernig ríkisstjórnin hyggist ná fram þeim sparnaði án þess að útiloka fólk frá námi. 3. Með hvaða hætti verður dregið úr þjónustu við fatlaða og aldraða og hvaða áhrif mun það hafa á störf? Mun sveitarfélögunum verða bætt með einhverjum hætti sú augljósa útgjaldaaukning sem þau verða fyrir vegna fyrirhugaðrar yfirtöku þeirra á málefnum fatlaðra?“

Og hér er það sem Hanna Birna hafði að segja um þetta: Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir Reykjavíkurborg hafa fullan skilning á að við þær efnahagsaðstæður sem eru ríkjandi í íslensku samfélagi þurfi að hagræða í opinberum rekstri og draga úr útgjöldum. Borgarráð vilji hins vegar benda á að það sé ekki sama hvernig það sé gert og hvar sé borið niður. „Reykjavíkurborg hefur allt frá haustinu 2008 unnið eftir aðgerðaáætlun vegna efnahagsástandsins sem samþykkt var einróma í borgarstjórn. Í hagræðingaraðgerðum Reykjavíkurborgar hefur áhersla verið lögð á að standa vörð um grunnþjónustuna, störfin í borginni og gjaldskrár. Með bókun borgarráðs í dag er vakin athygli á nauðsyn þess að ríkisvaldið hugi að þessu í sínum hagræðingaraðgerðum og gæti sérstaklega að því að þær aðgerðir auki ekki á atvinnuleysi í borginni,“ segir Hanna Birna.


Viggo Mortensen leggur hönd á plóg

Um leið og umfjöllun um gosið í Eyjafjallajökli komst í hámark komu í ljós áhyggjur af því að eitthvað yrði til bragðs að taka til að vernda ferðaþjónustuna. Eins og menn vita var 700 milljónum safnað til að verja til átaksins.

Ríkið leggur fram 350 milljónir, Reykjavíkurborg 100 milljónir, Icelandair 125 milljónir, Icelandexpress 50 milljónir, Útflutningsráð 30 milljónir og Samtök ferðaþjónustunnar 43 milljónir.  

Markmið átaksins er að draga úr neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustuna og ætlað að styrkja ímynd Íslands og skapa tækifæri úr þeirri umfjöllun sem landið hefur fengið vegna fjölmiðlaumfjöllunar.   Strax var farið í að safna hugmyndum um hvaða aðgerðir mætti nýta. Það sem jákvætt er að nú á að nýta rafrænu miðlana til hins ítrasta bæði bloggfærslur, greinaskrif og samfélagsmiðlana til að ná eyrum fólks en ljóst er að erfiðara og erfiðara er að ná til þeirra í gegnum dagblöð og hinar hefðbundnari leiðir.  

Þá hefur einnig verið rætt um að fá fólk sérstaklega þá sem eru vel kynntir og í þeirri stöðu að hafa mikil áhrif á aðra til að taka þátt í samstarfinu og nýta eigin sterku samskiptaleiðir til að leggja hönd á plóg.  

 

Hér er skemmtilegt dæmi þar sem íslandsvinurinn Viggo Mortensen leggur okkur lið.

Viggo Mortensen is inspired by Iceland from Inspired By Iceland on Vimeo.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband