Viggo Mortensen leggur hönd á plóg

Um leið og umfjöllun um gosið í Eyjafjallajökli komst í hámark komu í ljós áhyggjur af því að eitthvað yrði til bragðs að taka til að vernda ferðaþjónustuna. Eins og menn vita var 700 milljónum safnað til að verja til átaksins.

Ríkið leggur fram 350 milljónir, Reykjavíkurborg 100 milljónir, Icelandair 125 milljónir, Icelandexpress 50 milljónir, Útflutningsráð 30 milljónir og Samtök ferðaþjónustunnar 43 milljónir.  

Markmið átaksins er að draga úr neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustuna og ætlað að styrkja ímynd Íslands og skapa tækifæri úr þeirri umfjöllun sem landið hefur fengið vegna fjölmiðlaumfjöllunar.   Strax var farið í að safna hugmyndum um hvaða aðgerðir mætti nýta. Það sem jákvætt er að nú á að nýta rafrænu miðlana til hins ítrasta bæði bloggfærslur, greinaskrif og samfélagsmiðlana til að ná eyrum fólks en ljóst er að erfiðara og erfiðara er að ná til þeirra í gegnum dagblöð og hinar hefðbundnari leiðir.  

Þá hefur einnig verið rætt um að fá fólk sérstaklega þá sem eru vel kynntir og í þeirri stöðu að hafa mikil áhrif á aðra til að taka þátt í samstarfinu og nýta eigin sterku samskiptaleiðir til að leggja hönd á plóg.  

 

Hér er skemmtilegt dæmi þar sem íslandsvinurinn Viggo Mortensen leggur okkur lið.

Viggo Mortensen is inspired by Iceland from Inspired By Iceland on Vimeo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband