Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Nýjar leiðir Hönnu Birnu í gerð fjárhagsáætlunar

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri lagði fram endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 í dag.  Það sem einkennir endurskoðunina er að farnar eru alveg nýjar leiðir í hagræðinugnni. Ljóst er að Hanna Birna og Óskar Bergsson hafa leitt þetta starf afar farsællega og náð víðfeðmu samráði, samstarfi og einhug meðal borgarfulltrúa og starfsmanna en á þriðja þúsund starfsmenn tóku þátt í þessari vinnu.

Fram kemur að síðan í janúar þegar fyrir lá að mæta mikilli hagræðingu ákvað fólk að vinna saman. Starfsfólk Reykjavíkurborgar ásamt borgarfulltrúum fóru á hugmyndafundi þvert á svið og deildir og fjöldi manns eða allt að 1500 hugmyndir komu frá starfsfólki um hagræðingu í rekstri borgarinnar. Út úr þessu skila sér 300 umbótaverkefni sem miðað að því að loka fjárhagsáætlun hallalausri.

Einmitt í þessu er Dagur B. Eggertsson í ræðustóli að í fyrsta lagi að reyna að gera hugmyndina að sinni (margur telur mig sig), í öðru lagi að allt sé ómögulegt þar sem svo mikil óvissa ríki að líklegt sé að tekjur séu ofmetnar og útgjöld vanmetin, og í þriðja lagi að mjög líklegt sé að tillögurnar séu alls ekki tillögur starfsmanna fyrst hann veit ekki nákvæmlega hvaða tillaga er hvað. Mér finnst að Dagur eigi frekar að fagna þessu heldur en að vera að rífa niður svo gott starf með ekki betri röksemdarfærslum. Svo er alveg með ólíkindum hvað hann getur verið lengi að tala um örfá atriði, held að hann rugli hlustendur bara í ríminu með þessum seinagangi.

Þeir sem hafa áhuga á borgarmálum geta hlustað á fundina í gegnum vef Reykjavíkurborgar og þar er hlekkur sem smellt er á til að hlusta á útsendingu.

 


Ný kynslóð tekur við - sterk forysta í stafni

Nýr formaður Bjarni Benediktsson hlaut sigur úr býtum í formannskosningu á landsfundi Sjálfstæðismanna í gær. Ný kynslóð hefur þá tekið við forystunni. Bjarni er ferskur og sterkur formaður sem er vel í stakk búinn að taka á þeim málum sem framundan eru. Ég óska Bjarna Benediktssyni innilega til hamingju með formannskjörið og tel að hann muni leiða flokkinn vel í gegnum þær hremmingar sem þjóðin glímir við.

Kristján Þór Júlíusson sem einnig bauð sig fram kemur sterkur út úr baráttunni, hann hafi um 40% fylgi sem ekki er hægt að segja annað um en að styrki stöðu hans verulega. Fyrir utan það að landsfundurinn hefði ekki verið nærri eins spennandi og góður ef hann hefði ekki kosið að taka þennan slag.

Þorgerður Katrín fékk afgerandi stuðning í varaformannssætið eða 80% sem sýnir að fólk sér þann leiðtoga sem í henni býr, sér að það er ósanngjarnt að hafna henni í forystu vegna tengsla við Kaupþing enda rakti hún málin skýrt og hreinskilningslega á landsfundinum og ekki nokkur fótur fyrir þeim sögum.

Þá var kosið í miðstjórn flokksins, þar voru kjörnar 6 konur og 5 karlar eða mjög jöfn og góð niðurstaða sem sýni að flokksmenn eru jafnréttissinnaðir án þess að beita þurfi sérstökum stýritækjum eins og kynjakvóta. 

Þá fannst mér afgerandi skýrt hvernig öll forystan talar af miklum skilningi um jafnréttismál og telja þau afar mikilvæg og það hefur ekki verið eins afdráttarlaus skoðun forystunnar fyrr. Við konur fögnum þessu að sjálfsögðu sérstaklega!


Fráleitt hjá forsætisráðherra

þetta er algjörlega rétt hjá Vilhjálmi, auðvitað verða fyrirtæki að gæta sinna hagsmuna og meðal annars fá hluthafa til að halda áfram afskiptum af félaginu. Hvernig ætla menn sem ekki skilja þetta að koma hjólum atvinnulífsins í gang!
mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband