Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Verktakar og ríkið - hvað er málið?

Sumir stjórnmálamenn eru fastir í þeirri gömlu lummu að telja verktaka til hins illa. Verktaka séu hluti af spillingunni sem felst í því að velja vini sína til verka. Verktakar eru einfaldlega einkaaðilar sem taka að sér verkefni. Þessu fylgir sveigjanleiki fyrir hið opinbera og gerir markaðinn fjölbreyttari og faglegri. Við sem þjóð fáum mun meira út úr því að stuðla að fagþekkingu hjá ákveðnum hópum og ráða slíka hópa til verka frekar en að hið opinbera ráði starfsmenn í hlutina. Nú er lag að koma verkefnum hins opinbera í auknum mæli fyrir hjá verktökum en stækka ekki umfang ríkisins. Í slíkum vinnubrögðum getur falist mikill hvati fyrir raunverulega nýsköpun.


12 sjálfstæðiskonur í framboði í Reykjavík

Tólf konur gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þær gefa körlunum ekkert eftir og eiga allar fullt erindi í baráttuna. Oft hefur því verið slegið fram að konur þrífist ekki innan Sjálfstæðisflokksins en þetta sýnir annað. Alveg ljóst er að Sjálfstæðismenn hafa þann valkost að velja konur til verka. Ekki eru allar búnar að tilkynna um hvaða sæti þær muni óska eftir en nokkrar hafa þó lýst því yfir.

2. sæti - Jórunn Frímannsdóttir Jensen, borgarfulltrúi  

2.-3. sæti -  Ólöf Nordal, alþingismaður

3. sæti - Ásta Möller, alþingismaður

2. - 4. sæti - Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður,

4. sæti - Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur,

4. - 5. sæti - Gréta Ingþórsdóttir,  MA nemi og fv. aðstoðarmaður ráðherra

5. sæti - Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnmálafræðingur

5. sæti - Sigríður Finsen, hagfræðingur

5. - 6. sæti - Grazyna Mar Okuniewska, hjúkrunarfræðingur

 

Eitt af efstu sætunum:

Sigríður Ásthildur Andersen, héraðsdómslögmaður
Elinóra Inga Sigurðardóttir, frumkvöðull og útflytjandi
Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur


mbl.is Geir gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svarti listinn - óaðgengilegir vefir

Blindrafélagið hefur gefið út "Svarta listann" sem er listi yfir óaðgengilega vefi. Vefir eiga að vera aðgengilegir blindum og lítið þarf að leggja á sig til að koma til móts við þá. Þeir sem eitthvað í veffræðum kunna vita að þetta margborgar sig og er ein af grunnleiðunum til að ná inn svokallaðri "organic" traffík inn á vefinn. Hér er listinn, smelltu hér til að lesa um málið á vef Blindrafélagsins:

 

Óaðgengilegir vefir samkvæmt ábendingum notenda:

Opinberir vefir:

 


Menning er málið

Þetta er glæsileg niðurstaða og segir okkur að við eigum mikla og góða möguleika í að auka hér ferðaþjónustu. Alveg ljóst er að menningin hér laðar að ferðamenn. Loftbrú er dæmi um vel heppnað samstarf til að efla íslenska tónlist. Loftbrú er samstarf Reykjavíkurborgar, Icelandair, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og  Félag hljómplötuframleiðenda (FHF) og frábært dæmi um hvað hægt er að gera fyrir íslenska tónlistarmenn.

 


mbl.is Íslenska tónlistin selur landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband