Að taka hlutina úr samhengi - heimgreiðslur vs. biðgreiðslur

Í gær kynnti borgarstjóri að von væri á nýrri þjónustu fyrir borgarbúa sem eiga börn sem bíða eftir þjónustu á leikskóla eða í önnur niðurgreidd úrræði. Nú hefur fulltrúum í minnihluta í borgarstjórn enn og aftur tekist að taka hluti úr samhengi dustað rykið af gamalli umræðu um "heimgreiðslur"og fengið fagfólk til að halda því fram að þær séu til þess fallnar að koma konum út af vinnumarkaði. Hér eru hlutirnir teknir alvarlega úr samhengi.

Foreldragreiðslurnar sem borgarstjóri kynnti eru frekar eins konar málamiðlun frá borginni. Þær gefa til kynna að við viljum og teljum það skyldu okkar veita þessum börnum þjónustu. Á meðan við getum ekki boðið þjónustuna þá viljum við koma til móts við foreldrana sem bíða - enda teljum við ásamt þeim að lítið jafnræði sé í því að sumir fái pláss og niðurgreiðslur en aðrir hvorugt. Foreldrar sem bíða eftir þjónustu fyrir börn sín eru á leið út á vinnumarkað eða til annarra starfa sem þeir kjósa sér. Vonandi getum við með þessu móti auðveldað þessum fjölskyldum að gera ráðstafanir þar til barnið kemst inn. Nær væri að kalla þessar greiðslur þjónustutryggingu eða biðgreiðslur.   

Nú er haldið fram að með þessu værum við að taka skref aftur á bak í kynjabaráttu! Það er ekki rétt! Konur og karlar þurfa að koma börnum sínum fyrir til að komast út á vinnumarkaðinn. Í dag standa margir í þeim sporum að komast hvergi, foreldrar þurfa að skiptast á að mæta í vinnuna, hafa fengið fjölskyldu og vini til aðstoða sig, þeir sem geta taka vinnuna með heim eða vinna á kvöldin til að sinna störfum sínum. Þetta vandamál slær einstæða foreldra illa og sérstaklega þá sem ekki hafa háar tekjur. Greiðslurnar eru til þess fallnar að greiða fyrir þessum hópi foreldra að auðvelda þeim að takast á við biðina eftir þjónustu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband