Frítt í sund?

Meirihlutinn í velferðarráði samþykkti í dag tillögu um að frítt verði í sund fyrir atvinnulausa og þá sem eru á fjárhagsaðstoð og búið var að kostnaðargreina þá tillögu í bak og fyrir. Upphæðin svo sem ekki svo há.

Slíkar frí tillögur eru vinsælar og hafa verið lagðar fram af öllum flokkum þvers og kruss en oftast höfum við XD liðar í velferðarráði verið á móti þeim. Ekki af því að okkur er illa við að fólk fari í sund eða hafi eitthvað við að vera heldur vegna þess að þá kemur spurningin hvar á að draga mörkin? Af hverju eiga slíkar tillögur þá ekki að ganga yfir fleiri hópa, t.d. aldraða, öryrkja, og einhvern tíma kemur svo að þeim sem eru tekjulægstir og hverjir eru það?

Í þeim hugleiðingum kom í ljós að starfsmenn borgarinnar fá frítt í sund. Okkur fannst því liggja beinna við að leggja fram tillögu um að borgin hætti að niðurgreiða sundferðir starfsmanna áður en haldið er lengra með frí-mörkin.


Bloggfærslur 19. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband