Ungt fólk og lýđrćđi

Á dögunum var haldin ráđstefnan Ungt fólk og lýđrćđi og samantekt og ályktun af ţessum fundi barst međal annars til mín. Áhugavert er ađ lesa hvađ er ţeim efst í huga og ég deili ţví hér međ ykkur.

Borgarstjórn situr fundi međ ungmennaráđsfulltrúum í Reykjavík einu sinni á ári. Fróđlegt hefur veriđ ađ heyra ţeirra tillögur. Reyndar hefur stađan nú oft veriđ sú ađ sömu tillögurnar eru lagđar fram ár eftir ár ţví ţrátt fyrir ađ ţeim sé kastađ inn í borgarkerfiđ virđast ţćr ekki ná ađ berast upp ađ strönd á réttum stađ á ţví eina ári sem líđur á milli fundanna.

Fram kemur margt áhugavert í ályktun af ráđstefnunni. Til dćmis ađ á síđustu 10 árum fái nú fleira ungt fólk tćkifćri til ađ móta samfélagiđ og koma ađ ákvarđanatöku á öllum stigum ţess međ ţátttöku í ungmennaráđum. Fram kemur gagnrýni á samráđsskort viđ ungmennin sjálf ţegar breytingar voru innleiddar á menntakerfinu og ađ mikiđ álag sé á nemendum.

Mikil áhersla er lögđ á geđheilbrigđi og frćđslu. Ályktađ er um ađ bođiđ verđi upp á sálfrćđiţjónustu í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins. Einnig ađ bćta ţurfi heilbrigđiskerfiđ, sérstaklega úti á landi.

Ungmennin upplifa ţekkingarleysi gagnvart fjármálum, réttindum og skyldum á atvinnumarkađi og vilja aukna frćđslu í grunn- og framahldsskólum um ţau málefni.

Mikiđ er lagt upp úr ţví ađ raddir ungmenna heyrist sem víđast og krefjast ţau aukins ađgengis ađ nefndum innan sveitarfélaga. 

Sjálfsagt mál ćtti ađ vera ađ koma til móts viđ ungmennin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband