Ríkisstjórnin er fallin!

Formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson var með fund í Valhöll í morgun þar sem hann fór yfir stærstu atriðin í aðdraganda kosninga. Vel var mætt og fundurinn góður.

Aukin jöfnuður  eða hærri laun fyrir alla tekjuhópa.
Farið var yfir hverju skattastefna ríkisstjórnarinnar hefur skilað. Eins og alþjóð veit hefur ríkisstjórnin haldið því fram sigri hrósandi að hafa aukið jöfnuð og vinstri menn fagna. En hvert er markmið þeirra með auknum jöfnuði. Í ljós kemur að ríkisstjórnin  hefur með skattastefnunni lækkað laun láglaunafólks þó að laun hálaunafólks hafi lækkað enn meira. Niðurstaðan er því – allir tapa. Er það markmiðið með jafnaðarstefnunni? Furðulegt er að fólk sjái ástæðu til að fagna þessu.


Minna atvinnuleysi en færri störf
Ríkisstjórnin hefur haldið því fram að atvinnuleysi hafi minnkað svo nú sé ástæða til að gleðjast og þakka sér fyrir góð störf. Já störf, þarna er lykilorðið! Störfum hefur nefnilega ekki fjölgað þeim hefur fækkað. Í  Reykjavík hefur störfum t.d. fækkað um 8400 síðan 2007. 

Ítrekað er búið að benda ríkisstjórninni á það að skoða verði fleiri tölur og ná stærra samhengi áður en farið er að gleðjast yfir árangrinum. Þá sést glöggt að atvinnuleysið hefur lítið breyst, vandamálinu hefur verið ýtt yfir á sveitarfélögin sem nú berjast í bökkum við að reka mannsæmandi velferðarþjónustu. Í atvinnuleysistölum Vinnumálastofnunar er ekki gert ráð fyrir atvinnulausum einstaklingum sem ekki eiga rétt til atvinnuleysisbóta en eru í engum öðrum skilningi neitt annað en atvinnulausir.  Fjöldi fólks hefur einnig leitað í nám eða ákveðið að leita sér að vinnu erlendis.


Fjárfesting í sögulegu lágmarki - sótt að atvinnugreinum.
Með aukinni verðmætasköpun verða til fleiri störf.  Fulltrúar og áhangendur ríkisstjórnarinnar hafa farið offari undanfarið í að draga fram sýndarárangur ríkisstjórnarinnar. „Landið rís“ og fleiri góðum slögurum hefur verið fleygt á loft. Því er haldið fram að hagvöxtur hafi aukist sem sanni góðan árangur. En hagvöxturinn er ekki fjárfestingadrifinn heldur er  á kostnað einkaneyslu í landinu sem er að mestu fjármögnuð með lánum, úff.  


Ríkisstjórnin sækir að atvinnugreinum með skattahækkunum og álögum sem verður til þess að störfum fækkar enn meira, ekki verða sömu skilyrði fyrir nauðsynlegar fjárfestingar. Hætta er á því að gæði minnki og samkeppisstaða versni. Um leið verður ríkiskassinn af sköttum og er verr í stakk búinn til að greiða niður skuldir.  Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki. Fjárfestingar hafa ekki verið minni á Íslandi síðan í lok seinni heimstyrjaldarinnar.  


Á meðan sú ríkisstjórn sem nú situr fær frið til þess, er lífsgæðum okkar og velferð stórlega ógnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Þetta er búið að vera djöjullegt síðan þetta vinsra lið komst til valda og ég held að íslenkt þjóðfélag muni alls ekki þola önnur fjögur ár með þetta lið við völd.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 22.9.2012 kl. 17:04

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Áslaug.Gleymdist hjá ykkur á fundinum ellilífeyrisþegar?

Vilhjálmur Stefánsson, 22.9.2012 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband