Er ríkisstjórninni í nöp við atvinnulífið?

Í myndbandinu sem vísað er á hér fyrir neðan kristallast árangursleysi ríkisstjórnarinnar - störfum á Íslandi hefur fækkað um 9.900 frá 2007 og fækkunin í Reykjavík er talin um 8.400 eða um 85% af heildarfækkun. Reykjavík er að kikna undir álagi vegna atvinnuleysis og þörf á fjárhagsaðstoð. Ríkisstjórnin virðist ekki geta staðið við neitt eða hafa engan vilja til þess. Slóðin á myndbandið er http://www.youtube.com/watch?v=KGHCVbJN_R8&feature=plcp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Var þeim í nöp við atvinnulífið sem blésu upp þenslubólu með engri innistæðu, heldur mestu skuldasöfnun sem um getur í Íslandssögunni?

Þegar þetta hrundi síðan eins og óhjákvæmilegt var, snýst allt orðið um það að koma öllum tölunum umsvifalaust aftur upp í þær himinhæðir sem þær voru 2007.

2007 aftur !  2007 aftur !

Ómar Ragnarsson, 30.8.2012 kl. 14:22

2 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Ég tek ekki undir það að þrátt fyrir að hér hafi orðið bankahrun hafi hægri menn ekkert með það að gagnrýna það sem gert er nú. Sérstaklega í ljósi þess að mjög mikilvægt er að gagnrýna þessa ríkisstjórn sem hefur ekki getað staðið við neitt sem hún hefur lofað að gera í atvinnumálum og hvað þá í skjaldborgarmálum.

Því miður blasir þetta við okkur hér í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber nú 66% kostnað af heildarkostnaði landsmanna vegna þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda, á móti fær sveitarfélagið mun minna framlag vegna aukinna útsvarstekna. Mig minnir að það sé um 35% af því sem landið hefur til skiptanna. Þetta einfaldlega gengur ekki upp. 



Áslaug Friðriksdóttir, 30.8.2012 kl. 15:39

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hrunið kom Ómar og við höfum flest orðið illilega vör við það. Um ástæður þess verður rifist langt fram á þessa öld, kannski þá næstu líka og ekki víst að sagnfræðingar framtíðar komist nokkurntímann að réttri niðurstöðu.

En núverandi ríkisstjórnarflokkar buðu sig fram til að koma þjóðinni í gegnum þann skafl sem hrunið olli, buðu sig fram til að laga það sem aflaga fór. Töldu sig hæfari til þess en aðrir á hinu pólitíska sviði landsins. Þjóðin trúði þessu og veitti þessum flokkum gott gengi í kosningum. Margir naga nú handabök sín fyrir þá trúgirni sína.

Forsætisráðherra hefur verið duglegur að lof störfum "á komandi misserum". Sá fjöldi starfa sem hún hefur lofað skiptir þúsundu, en lítið er um efndir. Þegar svo mælt atvinnuleysi lækkar um einhver prósent, hæla stjórnvöld sér. En mæling er þó aldrei betri en mælistokkurinn sem notaður er og í tilfelli um opinbera mælingu atvinnuleysis, er mæistokkurinn vægast sagt gallaður. Staðreyndin er að atvinnulausum fjölgar.

Að hrópa "hér varð hrun" er í hæsta máta ósmekklegt. Það er engin afsökun fyrir getuleysi stjórnvalda. Svona upphrópanir er hrein móðgun við landsmenn og þá sérstakega þá atvinnulausu og fjölskyldur landsins, að ekki sé nú minnst á aldraða og öryrkja. Það eru þeir hópar sem með sönnu má kalla fórnarlömb hrunsins og þekkja afleiðingar þess best. Það fólk mun ekki gleyma hruninu, ekki í náinni framtíð, ekki á sinni ævi!!

Það er enginn að biðja um "2007" aftur og jafn skynsamur maður og þú, Ómar, ættir að átta þig á þeirri hugsanaskekkju.

Það sem fólk biður um er atvinna og til að byggja megi upp atvinu þurfa stjórnvöld að slaka á þeirri krumlu skattbrjálæðis sem einkennir störf þeirra. Þá þurfa stjórnvöld að skapa stöðugleika, í stað þeirrar ringulreiðar sem hér ríkir. Þeir sem standa í atvinnurekstri veigra sér við að efla sína framleiðslu við slíkar aðstæður og einungis þeir allra kjökuðustu þora af stað í nýsköpun undir þeirri krumlu skattpíningar og ringulreiðar er ríkir á stjórnarheimilinu.

Það er þetta sem fólk biður um, atvinnu og stöðugleika. Íslendingar hafa sýnt í gegnum aldir að þeir geta bjargað sér og ef þjóðin fær svigrúm til að vinna, mun hún ná sér fyrir vind.

Hrunið verður ekki sigrað með skattpíningu, stöðnun og innistæðulausum loforðum. Hrunið verður einungis sigrað með vinnu.

Þeir sem vilja tengja þennan vilja þjóðarinnar við pólitík, eiga bágt!!

Gunnar Heiðarsson, 30.8.2012 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband