Ályktun frá Landssambandi sjálfstæðiskvenna

Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna fagnar því frumkvæði nýrrar forystu flokksins að tilnefna konur til formennsku í fimm af sjö málefnanefndum hans. Málefnanefndir sjálfstæðisflokksins stýra hinu mikilvæga málefnastarfi hans og undirbúa ályktanir fyrir landsfundi. Ein þýðingarmesta forsenda þess að jafnrétti náist milli kynjanna er að konur, til jafns við karla, taki þátt í starfi flokksins og að hugmyndir og sjónarmið beggja kynja komi þar fram. Enn vantar nokkuð upp á að forysta flokksins og þingmannahópur sé jafnt skipaður konum og körlum. LS  telur  þess vegna að nýleg skipun í málefnanefndir slái nýjan tón í jafnréttismálum Sjálfstæðisflokksins og væntir áfram mikils af nýrri forystu flokksins í þeim efnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annað hvort er jafnrétti fólgið í því að allir einstaklingar séu jafnir fyrir lögum eða það er einhver afskræmd mynd um jöfnuð. Hvort heldur sem það er þá gengur hvorugt upp í þessari ályktun.

Á tveimur stöðum í ályktuninni kemur fram að orðið jöfnuður þ.e. "jafns við karla" og "sé jafnt skipaður konum og körlum" en síðan er því fagnað að 71 prósent formanna séu konur. Ætti ekki samkvæmt þessari afskræmdu hugmynd ykkar um jafnrétti að fækka konum um að minnsta kosti eina þ.e. hafa 4 konur og 3 karlmenn?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Áslaug mín - er ekki eitthvað athugavert við stærðfræðikunnáttuna þína - 5 af 7 = jafnt ??

2 af 7 = jafnt ??

gamli stærðfræðikennarinn minn hefði ekki gefið mér hátt fyrir svona niðurstöður.

jafnræði - nauðsyn - ef ekki er róið jafnt á bæði borð fer báturinn í hringi -

Róum jafnt

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.11.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband