Tekur Reykjavík forystu í rafbílavæðingu?

Ég held að við höfum alla burði til þess og nú hefur umhverfis- og samgönguráð tekið utan um verkefnið. Starfshópurinn mun líka skoða tækifæri í öðrum vistvænum orkugjöfum. Hér er frétt um það:

"Reykjavík stefnir að því að verða forystuborg á heimsvísu í rafbílavæðingu. Umhverfis- og samgönguráð stofnaði í dag starfshóp sem á að finna leiðir til að ná þessu markmiði eins fljótt og auðið er. Kjöraðstæður eru taldar vera fyrir hendi í Reykjavík til að gera borgarbúum fært að reka rafbíla í borginni á hagkvæman hátt.

Samgöngur er helsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í borginni og hefur mikil áhrif á loftgæði. Kosturinn við raforkuna sem knýr bílana er að hún er innlend, endurnýjanleg, ódýr og einnig mun draga verulega úr loftmengun og losun gróðurhúslofttegunda. Aðstæður þurfa vera með því móti að auðvelt verði að hlaða bílana hvort sem er heima fyrir, í vinnunni eða annars staðar í borginni. Starfshópurinn mun meðal annars gera áætlun um rafbílavæðingu og kanna aðstæður til að innleiða hleðslukerfi í borginni.

Lagt er til í tillögunni að starfshópurinn verði skipaður fulltrúnum meiri- og minnihluta ráðsins. sérfræðingar af Umhverfis- og samgöngusviði, háskólastofnun og fulltrúa Orkuveita Reykjavíkur munu eiga aðild að starfshópnum. Jafnframt verður samgönguyfirvöldum boðin þátttaka. Hópurinn á að skila skýrslu ásamt tillögum í mars 2010. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Kristjánsson

Mér finnst gott og blessað að stofna hópa um hitt og þetta er varðar velferð Íslands. Nefndir og hvað þetta allt er kallað.. En...

Mér finnst hinsvegar eins og að mestallt slíkt sé litað af einhverskonar "slá ryki í augu almennings" stefnu, virkar á mig eins og friðþæing til að halda okkur fólkinu rólegu í þeirri vissu að eitthvað er í gangi til að redda málunum.

Kannski er ég bara að hugsa þetta of langt, kannski ekki nógu langt. En get allavega sagt að það myndi auka trúverðugleika starfshópsins umtalsvert í mínum augum ef það væri ekki gert ráð fyrir 5-7 manns í vinnu í 4-5 mánuði við það að setja upp innstungur og semja við bílaumboð, heldur væru þessu fólki gert að koma með niðurstöður innan 2 mánaða. Ennþá betra ef svipan færi á flug og niðurstöður kæmu á 1 mánuði. Sennilega munu þessi hópur samt gera eitthvað meira en ofangreint samt, ss leggja til reglugerðir oþh. Kemur í ljós.

Ég er reyndar ekki verkfræðimenntaður, en ég hef einhverja vélstjóramenntun og töluverða reynslu af og þekkingu á bílum, það er viðgerðum og virkni ekki bara akstri.

Ástæðan fyrir þessum pistli mínum er sú að ég treysti mér til að ekki bara koma með niðurstöður sambærilegar eða betri en þessarar nefndar, heldur gæti ég mögulega sett á fót áætlun um fjöldaframleiðslu á íslenskum rafmagsbíl(um) ætluðum fyrir íslenskar aðstæður. Ekki bara það heldur gæti ég hannað hann líka.

Og hef fulla trú á að mér tækist það á einum mánuði!

Punkturinn hjá mér er aðallega sá að þótt góðir hlutir gerist hægt, þá má nú fyrr vera..

Daníel Kristjánsson, 29.10.2009 kl. 14:49

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég styð allar framkvæmdir sem stuðla að bættum heimi, hvort sem það er í frískara lofti eða öðru. Í mörgum tilfellum er tilkostnaður mikill, en þegar upp er staðið græða allir.

Jóhanna Magnúsdóttir, 30.10.2009 kl. 09:16

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það er margt vitlausara en þetta

Jón Snæbjörnsson, 30.10.2009 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband