Sjálfstæðismenn og konur

Það eru góðar fréttir að nú sé nær jafnt fylgi kvenna og karla á þingi. Við sjálfstæðismenn höfum ekki nýtt kynjakvóta eða aðrar slíkar leiðir til jákvæðrar mismununar og berjumst enn við að jafna hlut kvenna án þess og maður veltir fyrir sér hversu lengi sá bardagi muni standa. Konur leita síður eftir efstu sætum á listum í prófkjörunum, margar nefna að prófkjörin henti þeim ekki. Þetta veldur því að þær komast síður að og ekki vann lítill undirbúningstími með okkur í þetta sinn.

Hið gleðilega eru dæmin þar sem þetta er ekki svo t.d. nú í suður kjördæmi og í Kraganum þar sem konur náðu góðum árangri.

Þetta er hins vegar ekki nógu gott, 3 kvenmannslaus kjördæmi:

Reykjavík norður - engin kona - tveir karlar
Reykjavík Suður - 1 kona - 2 karlar
Suðvest - 2 konur - 2 karlar
Norðvest - engin kona - 2 karlar
Norðaust  engin kona - 2 karlar
Suður - 2 konur - 1 karl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Óskarsson

Sæl,

Tek undir áhyggjur þínar af lélegri útkomu kvenna hjá Sjálfstæðisflokknum eftir þessar kosningar. Reyndar gott að sjá Ragnheiði þarna - tveggja manna maki. Eftir flestar kosningar hafa konur í Sjálfstæðisflokknum átt erfitt með að gera athugasemdir við þetta fyrirkomulag og berjast fyrir breytingum. Til dæmis man ég eftir hvernig þær reyndu konur Salome og Sólveig sögðu alltaf að breytingar ættu sér stað, en lítið bólar á því.

Hlutfall kvenna er lægst hjá Sjálfstæðismönnum 31,5%. Það er 50% hjá Samfylkingu, það er 33,3% hjá Framsókn, það er 50% hjá Borgarahreyfingunni og 50% hjá Vinstri grænum.

Gangi þér vel.

Sverrir Óskarsson, 27.4.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þó ég hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn finnst mér það leitt að flokkurinn hafi ekki notað kynjakvóta í kosningunum en vona jafnframt að það verði gert næst.

Hilmar Gunnlaugsson, 27.4.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það sem veldur mér áhyggjum bæði sem Sjálfstæðismanni og sem konu er að einu konurnar sem virðast þrífast í flokkastarfinu, sérstaklega á landsbyggðinni, og grasrótinni eru n.k. drekar þ.e. þær með bein í nefinu og láta karlremburnar ekki tala sig niður. Þetta þarf að breytast því þarna er sóknarfæri okkar enda virðast konur almennt ekki þekkja hugmyndir okkar um félags og heilbrigðismál og hafa áberandi ranghugmyndir þar að lútandi.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 27.4.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband