Fráleitt hjá forsætisráðherra

þetta er algjörlega rétt hjá Vilhjálmi, auðvitað verða fyrirtæki að gæta sinna hagsmuna og meðal annars fá hluthafa til að halda áfram afskiptum af félaginu. Hvernig ætla menn sem ekki skilja þetta að koma hjólum atvinnulífsins í gang!
mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sæl Áslaug,

Hvenær ætlar fólk að skilja að almenningur er kominn með upp í kok og rúmlega það af siðleysi, sjálftöku og endalausum lygum. Ég segi gott hjá Jóhönnu þótt ég sé ekki jafnaðarmaður.

Mér finnst að sjálfstæðismenn ættu að hætta þessari leiðinlegu meðvirkni og gagnrýna eðlilega hluti eins og bullið hjá HB Granda.

Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2009 kl. 17:17

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég bendi á að eina ástæða þess að HB Grandi er ekki tæknilega gjaldþrota eru bókfærðar óeiginlegar eignir upp á annan tug milljarða. Það er verið að greiða arð út úr fyrirtæki sem aðeins kemst hjá gjaldþroti með bókhaldsbrellum.

Héðinn Björnsson, 19.3.2009 kl. 17:31

3 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Spurningin er hvað flokkast undir sjálftöku! Er þetta eðlileg ávöxtun fjármagns í atvinnulífinu eða ekki - hvernig á að byggja upp atvinnulífið ef ekki má búast við ávöxtun þar? Það þýðir ekki að henda út staðhæfingum eins og þessum, það er óábyrgt.

Áslaug Friðriksdóttir, 19.3.2009 kl. 17:34

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Áslaug. veistu ekki að í vinstri hagkerfi þá verða til peningar úr lausu lofti?

Fannar frá Rifi, 19.3.2009 kl. 17:42

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Það er auðvitað ekki ávöxtunin sem er siðlaus, heldur sú ákvörðun stjórnar fyrirtækisins að greiða út arð á sama tíma og ekki var hægt að standa við launahækkanir til starfsfólks.

Þá hefðu menn frekar átt að minnka aðrgreiðsluna og standa við ákvörðun um launahækkun.

Smári Jökull Jónsson, 19.3.2009 kl. 17:46

6 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Enginn hefði talið þetta óeðlileg viðbrögð hjá Jóhönnu ef fyrirtækið hefði neitað að standa í skilum við bankann og síðan greitt arð til hluthafa. 

Hver er munurinn á að standa ekki við skuldbindingar við bankann eða við starfsfólk?

Guðmundur Sverrir Þór, 19.3.2009 kl. 17:56

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Kæri nafni. Ég skal reyna að útskýra muninn.

A) Íslenskur banki = Steypa, klúður, sjálftaka, og líklega stór ástæða fyrir efnahagshruni heillar þjóðar. Þarf að segja meira um banka?

B) Starfsfólk HB Granda = Hold og blóð og í flestum tilfellum láglaunafólk. Hefur ekkert sér til saka unnið og samið um að fórna samningsbundnum launahækkunum í ljósi ástandsins (kosta í heild nokkrar milljónir).

C) Eigendur Granda = Vilja borga sér 150 milljónir í arð en gátu ekki greitt umsamdar kjarabætur (sjá B).

Ég vona innilega að þú skiljir muninn núna þótt ég eigi ekki von á því að þú viðurkennir það.

Kv.

Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2009 kl. 18:03

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ótúrlegt að fólk skuli ennþá vera með hausinn þarna.

Eigum við sem sagt að halda áfram að velja á milli þess að þegja málin í hel og hefja þau til skýjanna þó það sé ekki siðferðisleg innistæða fyrir því?

Ég er hrædd um að Vilhjálmur og þeir þarna hjá HB Granda séu annað hvort svo heimskir að þeir átta sig ekki á því að fylleríið er búið!!!!
Þeir sem láta sér ekki segjast og leggja bokkunni verða að bíta í það súra epli að það verður ekki liðið af fólkinu í þessu landi... ekki Jóhönnu heldur, enda skárra væri það nú 

Heiða B. Heiðars, 19.3.2009 kl. 18:21

9 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Sæll kæri nafni!

Ég held þú hafir misskilið mig, ég er þeirrar skoðunar að arðgreiðslan hafi ekki átt rétt á sér. Að standa ekki við umsamdar launahækkanir jafngildir því að standa ekki í skilum við bankann. 

Fyrirtæki sem ekki getur staðið í skilum á ekki að greiða arð til hluthafa.

Guðmundur Sverrir Þór, 19.3.2009 kl. 18:50

10 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hvernig í ósköpunum á að byggja upp atvinnulíf ef enginn vill hætta fjármunum til þess. Ég held að fátt sé okkur nauðsynlegra um þessar mundir en allir reyni að skapa arðbæra atvinnu sem til þess hafa getu,það gera fáir ef hagnaðar von er enginn.

Fátt af góðum fréttum,nú til dags en að Grandi hafi séð sér fært að greiða út arð tel ég góða frétt.

Ragnar Gunnlaugsson, 19.3.2009 kl. 20:24

11 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Ég vil spyrja á móti Ragnar.

Hverning í ósköpunum á að vera hægt að byggja upp sanngjarnt samfélag þegar sumir þegnar fá tugi milljóna á meðan aðrir þurfa að afþakka nokkra þúsund kalla til að "bjarga" sama fyrirtæki?

Það þarf nú ekki mikið til að sjóði uppúr á tímum eins og við lifum núna.

Rúnar Ingi Guðjónsson, 19.3.2009 kl. 20:50

12 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Í hverju liggja helstu verðmæti HB-Granda, er það ekki kvótanum, eign þjóðarinnar og starfsmönnum fyrirtækisins ?

Það er dálítið gott að hugleiða þessi mál út frá því. 

Annars þarf ekki að segja meira en Guðmundur St. Ragnarsson, ég er sammála honum. 

Páll A. Þorgeirsson, 19.3.2009 kl. 22:03

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sumir bera hagsmuni hins venjulega fólks fyrir brjósti. Sumir bera hagsmuni græðginnar fyrir brjósti og setja reglur samkvæmt því.

Sjálfstæðisflokkurinn svokallaður setti reglur handa viðskiptajöfrum og skattalög því samkvæmt.

Um afleiðingar þess má lesa í nýlegum leiðara eftir Skúla Eggert Þórðarson.

Hún Jóhanna Sigurðardóttir hefur alltaf átt bágt með að skilja þörf sjálfstæðismanna fyrir þetta óskilyrta veiðleyfi á almenning til handa auðmönnum.

Árni Gunnarsson, 19.3.2009 kl. 22:32

14 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Mér segir svo hugur að Áslaug ku vera sjálfstæðismaður,  svo engan skal furða að hún skuli verja Vilhjálm.

Hjörtur Herbertsson, 19.3.2009 kl. 22:54

15 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sæl Áslaug,

Ég velti stundum fyrir mér hvort það séu ennþá einhverjir þarna úti í viðskiptalífinu sem hafa enga lexíu lært á síðustu mánuðum. Málið með arðgreiðslu Granda snýst um siðferði og samfélagslega skyldu fyrirtækja í dag. Launafólk er að taka á sig þær byrðar að kaupmáttur er að skerðast á hverju degi. ASÍ launafólk tók á sig samfélagslegar byrðar með því að gera ekki kröfu um launahækkun sem það átti rétt á samkvæmt kjarasamningum. Ætla fjármagnseigendur ekki að taka neitt á sig heldur gera kröfu um arðgreiðslu ella fara með fjármunina þangað sem meiri arð er að hafa? Á bara að halda áfram í siðlausri grægðishugarfarinu út í rauðan dauðann?

Jón Baldur Lorange, 19.3.2009 kl. 22:57

16 identicon

Voðalega eigið þið bágt í þessum blessaða Sjálfstæðisflokki, maður er algjörlega kominn með upp í kok af þessi siðleysi í þessu frjálshyggjubulli. Frjálshyggjan gengur út á það að tveir eigi að geta gert viðskipti án afskipta þriðja aðila, en málið er ekki svona einfalt, viðskipti tveggja aðila hafa alltaf áhrif á þirðja aðila. Hvenær ætlar það að komast inn í hausinn á ykkur að það er ekki hægt að ganga á skítugum skónum yfir allt og alla endalaust. Það er búið að gera það í 18 ár og sérðu hvert það hefur leitt okkur. Svo eru allt að 20 bloggfærslur með þessari frétt og þú ert sú eina sem stendur með siðleysinu. Segir það þér ekki eitthvað?

Valsól (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 00:47

17 Smámynd: Jónas Jónasson

Eymd er valkostur.

Jónas Jónasson, 20.3.2009 kl. 12:44

18 Smámynd: Baldvin Jónsson

http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/#entry-833513

Það eru einfaldlega breyttir tímir og vonandi til batnaðar.

Eymd getur líka verið þjófnaður Jónas

Baldvin Jónsson, 20.3.2009 kl. 13:08

19 identicon

Ég mótmæli því algjörlega að eymd sé valkostur, það sest enginn niður og ákveður að nú skuli hann hefja tímabil í lífi sínu sem einkennist af eymd. Þetta er einhver rulla sem maður hefur heyrt AA menn fara með. En þvílíkt rugl. Það t.d. ákveður enginn þegar hann er 15 ára að hann ætli að verða fyllibitta þegar hann verður fullorðinn og lifa í eymd, þetta er allt saman miklu flóknara. En aumingja Sjálfstæðismennirnir eru fastir í frjálshyggjunni sinni  þar sem allir meiga græða á öðrum og skítt með afleiðingarnar.

Valsól (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 14:10

20 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

"Eðlileg ávöxtun"  Þú virðist ekki hafa tekið eftir því að efnahagslíf landsins hrundi. Fasteignir og fyrirtæki hafa hríðfallið í verði. Núna er eðlilegt að það er engin ávöxtun.  Fyrir svo utan það að arður eða ávöxtun getur aldrei komið til fyrr en allur kostnaður hefur verið greiddur.

Þóra Guðmundsdóttir, 20.3.2009 kl. 17:11

21 Smámynd: Jónas Jónasson

Ég er ekki aa maður en samt er ennþá eymd valkostur og þá ferðu til vinstri.

Jónas Jónasson, 20.3.2009 kl. 17:32

22 Smámynd: Jónas Jónasson

Allt er nú valkostur þar sem við höfum sett allt hvert einasta korn í heiminum inn í ramma gefið því nafn og skráð sem eign.

Til að skilja betur þetta rammasystem sem við búum við þá skýrir maður það bara upp á nýtt, gefum því nýjan titil eða nýtt nafn.

Trúarbrögð er bara rammasystem sem skilar inn fé og ætlum við að velja svona líf áfram sem við eigum að venjast sem er byggt upp á trúarbrögðum og verðmætakerfi sem er aðeins ætlað að auðvelda vöruskipti. Kapitalismi er bara eitt nafn á þetta verðmætakerfi og annað heitir kommonisti.

Ég hef hingað til valið Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann er lang öflugasta verðmætakerfismaskinan sem við höfum haft hér og mér hefur sýnst mest hæfasta fólkið komið auga á þetta sama valið og unnið saman í þessum flokki. 

Ég heiti  Jónas og er inní þessu kerfi og ég get hagnast á því á því að heita Jónas. 

En í raun og veru heiti ég ekkert og á ekkert og er ekkert annað en ég finn og sé.

Jónas Jónasson, 20.3.2009 kl. 18:14

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef aldrei sætt mig við að vera sá einfeldningur að þurfa að velja mér einhver kerfi til að móta fyrir mig skoðanir. Þess vegna er ég ekki kapitalisti og ekki heldur kommúnisti. Og ef við tölum um verðmæti þá sé ég enga ástæðu til að verðmæti séu felld undir stjórn annars hvors þessara kerfa sem þér eru svo hugstæð Jónas minn góður.

Árni Gunnarsson, 20.3.2009 kl. 20:37

24 Smámynd: Jónas Jónasson

Sæll Árni Gunnarsson einfeldningur og átt að muna þína kennitölu sem gerir þig að skattborgara verðmætakerfis sem við öll verðum að lifa í hvort sem þér líkar það betur eða verr.

Jónas Jónasson, 20.3.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband