Fjöldi heimsókna á vef - hvað er það?

Ég lendi oft í samtölum um hvernig eigi að meta gæði vefja. Langflestir myndu hér nefna að best væri að horfa til þess hversu margir komi inn á vefinn sem er í fæstum tilfellum rétt.

Auðvitað vilja flestir auglýsendur koma auglýsingunum sínum fyrir á fjölförnum stöðum. Fjöldi heimsókna segir hins vegar lítið um hverjir það eru í raun og veru sem heimsækja vefina, mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að stór hluti heimsókna er oft leitarvélaheimsóknir. En leitarvélarnar fara í gegnum vefina reglulega og nóg er til af þeim.

Þá taka vænan skerf þeir sem álpast inn á síðuna án þess að hafa nokkurn áhuga á að skoða það sem þar er og velja að fara beinustu leið út aftur (mælt með hugtakinu bounce rate). Þetta er oftast ekki sá hópur sem eigendur vefjanna eru í raun og veru að reyna að ná í og því er óskiljanlegt að svo margir vilji koma heimsóknartölum sínum upp úr öllu valdi án þess að kafa aðeins dýpra í hegðun notendanna eða í markmið eigin vefja.

Það sem skiptir öllu máli er að vefurinn sé að skila eigendum sínum því sem þeir vilja fá, markmiðin þurfa að liggja fyrir. Markmið með vef geta verið mjög misjöfn, gæði vefjarins felast í því hversu vel hann uppfyllir markmiðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Tek undir þetta Áslaug.  Oft virðast þær færslur sem draga hvað mest að vera þær sem fjalla um afar persónuleg málefni, jafnvel þær sem fela í sér einhverja smá rætni ef svo má að orði komast.  Einnig eins og bloggvinkona mína Marta lýsti eitt sinn að þegar orðið brjóst  kom fram í titli þá fóru heimsóknir í hæstu hæðir.

Það er áhugavert að spá og spekúlera í þessari sálfræði.

Oft finnst mér að stjórnmálaumræða kalli ekki á neinn sérstakan fjölda heimsókna. 

Kolbrún Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 19:32

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Velkomin á moggabloggkommúnuna Áslaug. Gæðin á þessari síðu er nú því miður ekkert til að hrópa húrra fyrir:)

Ég datt hérna inn út af fyrirsögninni og að þetta var ein af átta fyrirsögnum á blog.mbl og auðvitað af því að ég kannaðist við þig.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.5.2008 kl. 08:55

3 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Sammála Áslaug það eru gæði notendanna sem skipta máli ekki fjöldinn og .............

Vilborg G. Hansen, 7.5.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband