Prófkjör 16. nóvember - kominn tími á partý.

Við Sjálfstæðismenn í Reykjavík erum nú á kafi í prófkjörsbaráttu. Nú eru rétt rúmar tvær vikur í prófkjör og því kominn tími til að bretta upp ermar og hefja baráttuna. Það er mikilvægt að hafa gaman, hittast, spjalla og eiga góðar stundir saman. Ég býð því öllum Sjálfstæðismönnum, vinum og vandamönnum í prófkjörsgleði laugardaginn 2. nóvember milli 17:30 og 19:00.

Fagnaðurinn er haldin á Bast að Hverfisgötu 20. Bast er nýtt kaffihús og veitingastaður, staðsett í sama húsi og bílastæðahúsið Traðarkot (gengið inn hægra megin þar sem áður var verslunin Exodus).

Léttar veitingar og skemmtilegheit verða í boði. Skúli mennski tekur lagið og DJ Daníel Ágúst Haraldsson velur tónlistina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Eftir grein þína um fátækt, lágmarkslaun og almannabætur um daginn þá færð þú ekki atkvæði mitt.

Egill Þorfinnsson, 2.11.2013 kl. 09:10

2 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Nauðsynlegt er að fjalla um þessi mál og syrja að því hvort eðlilegt sé að íbúar Reykjavíkurborgar greiði 440% meira vegna fjárhagsaðstoðar en Akureyri eða 250% meira en fjölskyldur í Hafnarfirði. Mjög mikilvægt er að skýr hvati sé til sjálfshjálpar.

Áslaug Friðriksdóttir, 4.11.2013 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband