Uppskerubrestur í jafnréttismálum

Ein af aðaláherslumálum ríkisstjórnarinnar eru jafnréttismál. Svo mikil áhersla var lögð á þau að ástæða þótti að færa þau undir forsætisráðuneytið svo vel skyldi nú gera. Ríkisstjórnin sem telur sig krossbera jafnréttis hefur keppst við að úttala sig um afrek sín. Staðreyndin er sú að það er algjör uppskerubrestur.

Norræna velferðarstjórnin hefur haft neikvæð áhrif á laun kvenna
Kynbundinn launamunur hefur vaxið í tíð ríkisstjórnarinnar. Hann hafði áður minnkað frá árinu 2000 en hefur nú aukist á ný og mest innan stjórnsýslunnar. Fram hefur komið að opinberir starfsmenn eru langþreyttir á aðgerðarleysi stjórnvalda og vilja aðgerðir en ekki fleiri fundi.

 

Ríkisstjórnin hefur ekki getað framfylgt sínum eigin jafnréttislögum
Samþykkt voru jafnréttislög. Því miður hafa tveir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar gerst sekir um að hafa brotið þessi lög. Í ályktun Femínistafélags Íslands sagði meðal annars »Úrskurðurinn hlýtur að teljast áfall fyrir ríkisstjórn sem hefur talað djarflega og af metnaði í jafnréttismálum.

 

Jafnrétti í fæðingarorlofi í stórhættu
Sjálfstæðisflokkurinn leiddi í gegn gífurlega miklar jafnréttisumbætur, og jafnvel þær mestu sem orðið hafa hérlendis á síðustu áratugum með fæðingarorlofslögunum sem samþykkt voru 2000. Lögin voru sett á til að koma til móts við breytt viðhorf til hlutverka og verkaskiptingar kvenna og karla. Markmið var að konur geti tekið jafnan þátt í launavinnu sem og öðrum störfum utan heimilis til jafns við karla og forsenda þess er að foreldrar skipti með sér umönnun barna sinna. Megintilgangur var einnig að færa feðrum rétt á meiri samvistum við börn sín. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur fæðingarorlofið verið skert fjórum sinnum. Körlum sem taka fæðingarorlof fækkar. Forgangsröðun þessa verkefnis er ekki meiri en svo.

 

Sjálfstæðisflokkurinn mun sinna jafnréttismálum komist hann að til þess. Hins vegar mun hann ekki nota þau sem skrautfjaðrir eins og núverandi ríkisstjórn hefur gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband