Þjóðinn fær að ráða - eða hvað?

Niðurstaða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu liggur fyrir. Meirihluti vill að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Túlka má þessa niðurstöður sem stuðning við að lagðar séu fram tillögur eins og stjórnlagaráðið hefur gert. Engan veginn er þó hægt að segja að niðurstöðurnar séu skýr skilaboð um að allar greinar eigi að vera samkvæmt tillögunum sérstaklega í ljósi þess að ein tillagan var felld eða tillagan um þjóðkirkju. Þjóðin er því á heildina með en gefur sér greinilega rétt til að vera ósammála einstaka greinum.

Í því ljósi held ég að það sé undarlegt að þingmenn Samfylkingar ætli að túlka niðurstöðuna á þá leið að fyrir utan það eina atriði sem ekki var samþykkt eigi að fylgja tillögum stjórnlagaráðs efnislega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Stjórnarskráin verður gæluvekefni Jóhönnu Sigurpardóttur á Alþingi í Vetur alt annað verður látið til hliðar sem skiptir máli fyrir þjóðfélagið.

Vilhjálmur Stefánsson, 22.10.2012 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband