Er öll vitleysan eins?

Í morgun hélt KPMG opinn fund um skattaumhverfi í ferðaþjónustu. Greint var frá könnun sem fyrirtækið gerði hjá um 35 hótelum sem saman sinna í um 80% af hótelrekstri á landinu.

Athyglisvert var að sjá að rekstrarafkoma hótela á höfuðborgarsvæðinu er mun minni en hótelanna úti á landi. Talið er að sterk samkeppni bæði milli hótela og einnig hótelanna við gistingu af öðru tagi hafi þar mikið um að segja. Þá var einnig nefnt að einnig gæti þetta tengst því að laun væru lægri a landsbyggðinni og að þar hefðu menn sveigjanlegra umhverfi t.d. væri auðveldara að loka yfir ákveðið tímabil þegar minnst væri um ferðamenn.

Könnun KPMG sýnir að hækkun virðisaukans yrði hrein og klár aðför að ferðaþjónustunni!

Niðurstaða fundar KPMG var afar skýr. Verði hugmyndir ríkisstjórnarinnar um hækkanir á virðisaukaskatti að veruleika  er ekki grundvöllur fyrir óbreyttum rekstri hótelanna sem munu þá skila tapi. 

Horft var til þriggja mögulegra dæma um hvernig brugðist yrði við hækkunum. Allar leiðirnar sýna skýrt og greinilega að virðisaukaskattshækkun á ferðaþjónustuna er enginn kostur og getur jafnvel leitt til þess að ríkissjóður verður af meiri tekjum en því sem nemur tekjum af hærri virðisaukaskatti.

 

Hvað gera borgarfulltrúar Samfylkingar og Besta?

Nú stendur yfir fundur í borgarráði Reykjavíkurborgar þar sem ræða á um áhrif þessara fyrirhuguðu hækkana á störfin í borginni. Helsti ráðgjafi borgarráðs er fulltrúi fjármálaráðuneytisins og fróðlegt verður að heyra hvernig menn líta á málin þar á bæ. Munu borgarfulltrúar Samfylkingar og Besta í borginni ekki mótmæla því að þessari vitleysu verði komið á. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bíðum eftir því að heyra þau svör. Í ljósi þess að störfum í Reykjavík hefur fækkað gríðarlega á undanförnum árum - mun meira en annars staðar á landinu ættu fulltrúar meirihlutans ekki að þurfa að vera að velkjast í vafa um svona mál.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband