Ótrúlegt - Eignir Orkuveitunnar Enex og Envent Holding seldar í laumi

Grafalvarlegar athugasemdir frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og borgarfulltrúum Vinstri grænna við það að eignir Orkuveitunnar hafi verið seldar nánast í laumi komu fram í umræðum í borgarstjórn rétti í þessu. Þetta er ótrúlegt miðað við sögu OR og REI.  Ljóst er að meirihlutinn hefur algjörlega hundsað athugasemdir sem Umboðsmaður Alþingis gerði um verklag við sölu eigna ásamt því að fara gegn eigin samþykktum í kjölfar þeirra athugasemda.  

 Algjörlega ljóst er að eignir Orkuveitunnar voru seldar án þess að farið væri eftir samþykktum né verklagsreglum.Eftirfarandi er fréttatilkynning borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna:


Málefni Orkuveitu Reykjavíkur voru rædd á borgarstjórnarfundi í dag.  Tilefni umræðunnar eru upplýsingar um að OR hafa selt eignarhluta sinn í Enex Kína og Envent Holding án auglýsingar.   

Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sagði málið grafalvarlegt og bæri þess merki að hvorki Orkuveitan né meirihlutinn í Reykjavík, hefði skilning á mikilvægi þess að fyrirtækið starfi í samræmi við góða stjórnsýslu og skyldur sínar sem fyrirtæki í almannaeigu.   Hún minnti á ítrekaðar samþykktir borgarráðs, borgarstjórnar og stjórnar OR um önnur vinnubrögð.  Hún minnti borgarstjórn einnig á ábendingar og athugasemdir umboðsmanns Alþingis, þar sem áform um sölu opinberra eigna án auglýsingar voru átalin og fylgt var eftir með einróma samþykkt borgarstjórnar um að slíkir starfshættir væru óásættanlegir.

    ,,Það sem nú hefur verið opinberað um þessa sölu er klárlega í algjöru ósamræmi við þetta allt.  Það er auðvitað með hreinum ólíkindum, eftir allt sem á undan er gengið í málefnum þessa fyrirtækis, að það skuli nú selja opinberar eigur almennings án auglýsingar. Ekki aðeins er það í ósamræmi við það jafnræði sem verður að gilda við sölu opinberra eigna, svo allir áhugasamir geti gert tilboð, heldur hlýtur það að vera í algjörri andstöðu við hagsmuni fyrirtækisins um að hámarka söluvirði eigna fyrirtækisins. ´´  


Hanna Birna vakti einnig athygli á því að málið hefði ekki verið formlega samþykkt af stjórn OR, undraðist að hvorki borgarstjóri né meirihlutinn hefði tekið á því með nokkrum hætti síðan það varð opinbert og krafði borgarstjóra um skýr svör.  ,,Á sínum tíma sakaði Dagur B. Eggertsson stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur um að það sem hann kallaði ,,brunaútsölu í bakherbergjum" þegar til stóð að selja eignir án opinberrar auglýsingar.   Núverandi meirihluti verður að svara því hvort síkt er á ferðinni nú.  Það er alfarið á ábyrgð borgarstjóra og núverandi meirihluta að fylgja eftir samþykktum og verklagsreglum.  Í þessu tilfelli var það ekki gert, sem krefst nákvæmrar skoðunar, skýrra svara og ábyrgðar. "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Góðir pistlar hjá þér og gagnrýni á Gnarrista og Samfylkinguna í stjórn Orkuveitunnar. Umræða um athafnir vinstri manna og skattlagningarstefna til 5 ára hefur ekki fengið þá athygli sem nauðsynleg er. Furðulegt er hve þessi sýndarsala hefur verið haldið lengi leyndri.

Sigurður Antonsson, 6.3.2012 kl. 22:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er þeim líkt,það er kanski ekki hægt að gagnrína þá hvernig þeir standa að uppsögnum,þótt manni finnist þær hæpnar,en þeir ráða. það er af sem áður var,þegar það þótti kostur að vera með nær topp mætingu í 14 ár,meðan aðrir tóku veikinda frí og voru í vinnu annarsstaðar,auk tímasvindls,en svona er Ísland í dag.

Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2012 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband