Í ágúst 2010 vildu Jóhanna og Steingrímur ekki kaupa hlut OR í HS orku í stað Magma

Í ágúst fyrir einu og hálfu ári, þurfti Orkuveita Reykjavíkur skv. samkeppnislögum að selja hlut sinn í HS orku. Eftir að hafa haft 6 mánuði til að gera tilboð í hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS orku vildu Steingrímur og Jóhanna ekki kaupa hlutinn sem Magma falaðist eftir. Að frestinum liðnum fengu þau auka frest til að skoða málið en sáu ekki ástæðu til að kaupa bréfin og stöðva sölu til HS orku - en nú er þetta allt einhverjum öðrum að kenna, sjálfstæðisflokknum, Geir, Davíð og kannski Hæstarétti bara líka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er góður pistill hjá þér Áslaug og mikilvæg áminning.

Ég var alveg búinn að gleyma þessu, en þetta er rétt sem þú segir, ríkisstjórnin dró lappirnar alveg endalaust í þessu máli.

Er það ekki rétt munað hjá mér að hún hafi verið í viðræðum við lífeyrissjóði líka, varðandi aðkomu þeirra að þessum kaupum, en þeir ekki viljað kaupa?

Ég vil hrósa þér fyrir að hafa verið dugleg að blogga upp á síðkastið, það er mikið vit í því sem þú segir.

Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 09:07

2 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Mikið var að einhver kom fram með atburðarrásina eins og hún raunverulega var án moðreyks og lyga stjórnvalda.

HS Orku málið er enn einn kaflinn í löngu vitleysu þessar ríkisstjórnar sem einhver ætti að fara að taka saman á blaði frá upphafi.

Hafðu þökk fyrir sannleikann hann sést ekki oft þessa dagana.

Sveinn Egill Úlfarsson, 28.1.2011 kl. 09:52

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð áminning en sýnir hve arfavitlaust þetta fólk og algjörlega með breinloku. Það getur ekki hugsað nema í pólítískum tilgang s.s. er þetta gott fyrir flokk minn og eða skaðar þetta hann. Þetta er bara svona og við verðum að sína hörku eins þegar verið er að ala börn en fólk á ekki að láta þau komast upp með allt því þá taka þau stjórnina á heimilinu í sínar hendur.

Valdimar Samúelsson, 28.1.2011 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband