Ný aðgerðaráætlun kallar á alvöru samvinnu

Jón Gnarr efast um hæfni sína til að vinna með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Hanna Birna telur að það hljóti að vera eðlilegt að fá að tjá afstöðu sína í ýmsum málum án þess að því sé tekið persónulega.

Borgarstjóri er í nýju starfi sem felst í því að vinna með hópi fólks. Hópurinn skiptist í tvennt. Þeir sem telja sig kjörna vegna þeirra pólitísku málefna og leiða sem þeir lofuðu að fylgja næðu þeir kjöri og hinna sem taka ekki jafn alvarlega þau málefni eða loforð sem notuð voru í kosningabaráttunni og voru frekar kjörnir persónukjöri í einhverri mynd. Auðvelt er að sjá að hér geta menn lent í ýmsum árekstum.

Til þess að komast yfir þessa erfiðleika er tímabært að reyna að ná pólitískri/ persónulegri sátt um hvaða stefnu eigi að taka á næstunni. Þetta var gert á síðasta kjörtímabili með frábærum árangri og þar náðist að skila borgarsjóði hallalausum án þess að skerða grunnþjónustu, án þess að hækka verðskrár og án þess að segja upp fólki.

Nú þarf nýja aðgerðaáætlun. Sumir segja að fitan í kerfinu hafi þá verið næg en það sé nú orðið magurt og því gangi ekki að fylgja línunum í fyrri aðgerðaáætlun. Aðrir telja enn af nógu að taka. Nú er verkefnið að ná sátt um þessar stóru línur með alvöru samvinnu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæl. Þarfr ekki einfaldlega að stjórna borginni?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 27.8.2010 kl. 15:14

2 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Er það ekki einmitt kjarni málsins? Það er bara þetta með hvernig er best að stjórna sem hægt er að velta fyrir sér og hafa skoðanir á.

Áslaug Friðriksdóttir, 27.8.2010 kl. 15:39

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég hef þá skoðun að einvaldsstjórn sé best. Heitir það ekki í fræðunum að vera skynsamur einvaldur? Lýðræði er meingallað að því leyti að örlítill meirihluti getur tekið meingallaðar og afdrifaríkar afleiðingar fyrir hönd margra.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 27.8.2010 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband