Ruslið í Reykjavík

Meirihlutinn í Reykjavík er lítið fyrir að gæta hagsmuna borgarbúa. Tekjur borgarinnar hækka gríðarlega í gegnum útsvar og fasteignagjöld en meirihlutinn sér enga ástæðu til að reyna á sig í að leyfa borgarbúum að njóta þess.

Hér er ein staðfestingin af mörgum.

Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem ekki hefur boðið út sorphirðu frá heimilum. Augljóst er að mögulegur ávinningur borgarinnar af því að nýta samkeppnisútboð er mikill.

Þetta og fleira áhugavert segir í bréfi til okkar borgarfulltrúa frá Íslenska gámafélaginu sem meirihlutinn í Reykjavík heldur úti í kuldanum ásamt öðrum þeim sem hugsanlega myndu í bjóða í sorphirðuna í Reykjavík gæfist færi á því. Þetta hefur margoft verið lagt til af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins en viðbrögðin meirihlutans engin.

"Taflan sýnir fjórar mismunandi útfærslur á sorpgjöldum fyrir Reykjavík. Í þremur tilvikum reyndust sorpgjöld í borginni vera á bilinu 30% til 95% hærri en í hinum sveitarfélögunum. Í einu tilviki, þar sem miðað er við að heimili sé með minni gráa tunnu og sleppi blárri endurvinnslutunnu, reyndist gjaldið vera 4% lægra en hjá hinum sveitarfélögunum." segir með myndinni, í ofangreindu bréfi.

 

ruslið í reykjavík

 


Bloggfærslur 14. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband