Aldraðir þurfa að leita annað

Borgin halar inn tekjum sem aldrei fyrr, útsvar er í botni og fasteignagjöldin í hæstu hæðum. En grunnþjónustan fær ekki að njóta þess í stað þess er haldið áfram að fara í alls kyns gæluverkefni. Svona er forgangsröðun Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. 

Þjónusta við aldraða og fatlaða er reyndar aftarlega á lista þessa meirihluta sem ekki hefur sinnt þróun og nýsköpun að neinu ráði. Slíkt er nauðsynlegt til að fást við þann vanda sem við blasir. Manneklan er vaxandi vandamál og það er löngu vitað því hefði átt að vera löngu búið að bregðast við þessu. 

Skólarnir eru annað dæmi en það má hafa miklar áhyggjur af þeim. Nú í lok kjörtímabils er verið að móta menntastefnu vegna þess að stefna meirihlutans var komin í algjört þrot. Það eru ekki ný vinnubrögð að sjá breitt yfir ýmis mál með því að taka upp "stefnumótun". Þannig má fresta verkefninu um óákveðinn tíma. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr stefnumótun en hún á að alltaf að vera í gangi og hana á ekki að misnota með þessum hætti.

Synd og skömm!


mbl.is Aldraðir þurfa að leita annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband